Aðalfundur Málmsuðufélags Íslands

Aðalfundur MSFÍ verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016, kl. 20:00, í húsnæði Iðunnar fræðslumiðstöð að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Fundarefni verður samkvæmt lögum félagsins:

  1. Skýrsla formanns
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
  3. Lagabreytingar
  4. Kosning stjórnar
  5. Kosning varamanna
  6. Kosning skoðunarmanna reikninga
  7. Ákvörðun um félagsgjald
  8. Önnur mál

Stjórn hyggst leggja fram eftirfarandi breytingu á 4. gr. laga félagsins,

Liður 4.3 er nú: Félagsgjald skal vera að stofni til þannig að einstaklingur greiðir eitt félagsgjald, fyrirtæki og stofnanir greiða tvöfalt það gjald.

Liður 4.3 breytist í: Félagsaðild skal vera einstaklingum að kostnaðarlausu en leitað skal til fyrirtækja og stofnana um félagsgjöld og styrki til rekstrar félagsins.