Íslandsmótið í Málmsuðu 2016

Íslandsmótið í Málmsuðu 2016 verður haldið dagana 7. og 15. október næstkomandi. Keppnin verður með sama sniði  og tekið var upp í fyrra.  Þetta er í 23 skiptið sem að keppnin er haldin.

Keppnin er nú í fyrsta skiptið haldin á þremur stöðum á landinu,

7. október í húsnæði Launafls á Reyðarfirði kl.(tímasetning gefin upp þegar nær dregur á heimasiðu og facebook).

7. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri kl 13.00.

15. október hjá Iðunni Fræðslusetri í Reykjavík kl. 08.30.

Skráning í keppnina hefst  25. september og hægt er að skrá sig á heimasíðu félagsins www.malmsuda.is og smella á flipann efst „Skráning í keppni“, með tölvupósti til admin@malmsuda.is , sigurjon@framtak.is , gustaf@idan.is eða síma 840-0925 Sigurjón eða 893-7933 Gústaf. Munið eftir að taka fram hvar þið hyggist keppa. Keppendur munu til að byrja með fá senda í tölvupósti, keppenda handbók með suðuferlum og frekari upplýsingum eftir að þeir hafa skráð sig.

Þátttökugjald er 2.000kr. og þar sem heimtur á fyrri keppnisgjöldum hafa verið dræmar, þá verða þeir sem að ætla að taka þátt að hafa greitt gjaldið áður en þeir hefja keppni. Hægt er að greiða gjaldið inná reikning nr. 526-26-783, Kt 510783-0429, og taka fram nafn, kennitölu og að það sé keppnisgjald en einnig er hægt að greiða gjaldið á keppnisstað en þá þurfa menn að greiða með peningum þar sem að enginn posi verður á staðnum. Fyrirtækjum sem að greiða fyrir starfsmenn sína mun verða sendur reikningur að keppni lokinni.

Sú nýbreytni var tekin upp í fyrra að nú verður eingöngu keppt í fjórum suðugreinum í stað sex, Pinnasuðu PF og PC svart, MAG-suðu PF svart, Logsuðu PF og TIG-suðu ryðfrítt H-L045. Einnig geta menn nú tekið þátt í þeim greinum sem þeir kjósa, einni eða fleirum, en Íslandsmeistari í Málmsuðu verður sá sem keppt hefur í öllum fjórum greinum og hlotið flest  stig úr þeim samanlögðum. Að gefnu tilefni viljum við minna keppendur á að lesa suðuferlana og að það er ætlast til að notaður sé vír í ryðfrírri Tig suðu.

Önnur nýbreytni er að vægi tíma mun verða minna en áður hefur verið, en áhersla við mat, frekar lögð á gæði suðunnar.

Tilgangur keppninnar er að auka metnað og virðingu fyrir málmsuðu á Íslandi .

Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni er Klif ehf og munu þeir skaffa suðuvír í keppnina  ásamt því að halda lokahóf með verðlaunaafhendingu.

Önnur fyrirtæki og stofnanir  sem styrkja félagið til að halda  keppnina eru Ferro-zink ehf, Gastec ehf, Héðinn hf, IÐAN fræðslusetur, Ísaga hf, Ístækni ehf, JAK ehf,  Verkmenntaskólinn á Akureyri og Launafl ehf.

Keppendur geta sótt keppendahandbók með frekari upplýsingum HÉR