Málmsuðudagurinn 2016

IÐAN fræðslusetur og Málmsuðufélags Íslands bjóða á Málmsuðudaginn föstudaginn 14. október nk. í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Húsið opnar kl. 9:30.
Þetta er í annað sinn sem Málmsuðudagurinn er haldinn og þótti hann takast einstaklega vel til á síðasta ári. Hvetjum við sem flesta til að mæta á fyrirlestra og skoða sýningu birgja.

Dagskrá:

10.00 – 11.00   Claus Pagh sölustjóri Migatronic Automation
                               Sjálfvirknivæðing í málmiðnaði/málmsuðu.
11.00 – 12.00   Gerry McCarthy Beng, MSc, Ceng, MIEI, MweldI
                               Gæðakerfi fyrir minni málmiðnaðarfyrirtæki EN 3834.
                               Nokkur orð um Welding Coordinator.
13.00 – 14.00  Dr. Cécile MAYER  frkst. IIW, International Institute of Welding
                               Hvað eru IIW samtökin og hvaða gagn er af því að vera meðlimur í þeim?
Opið hús kl. 13.00 – 18.00
Flestir stærstu birgjar landsins á málmsuðuvörum sýna vörur á svæðinu frá kl. 13.00 – 18.00. Fyrirtækin verða einnig með kynningar á nýjungum í suðuvélum og sýna suðutækni. Sérstök áhersla er lögð á sjálfvirkni við málmsuðu og til sýnis verður „CoWelder“  suðuþjarki ( robot ).
Íslandsmót í málmsuðu verður svo haldið í húsakynnum IÐUNNAR fræðsluseturs, laugardaginn 15. október. og verður sýningin einnig opin þann dag frá kl. 10.00 til 15.00.