ÚRSLIT ÍSLANDSMÓTSINS Í MÁLMSUÐU 2016

Íslandsmótið í málmsuðu var haldið dagana 7 – 15 Október. Sú tilraun sem gerð var með að halda keppnina líka á Akureyri í fyrra tókst ágætlega og er allt úlit fyrir að keppnin fyrir norðan sé orðin að föstum lið. Í ár voru keppendur fyrir norðan 8 talsins. Til að halda keppnina fyrir  norðan fékk MSFÍ góðan stuðning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, Félagi Málmiðnaðarmanna á Akureyri og Ferro Zink.

 Í ár gerðum við tilraun með að halda keppnina líka á Austurlandi, nánar tilekið á Reyðarfirði. Þar nutum við dyggs stuðnings frá Launafli og Alcoa. Tilraunin tókst ágætlega en fleiri keppendur hefðu gjarnan mátt mæta og taka þátt, stefnum bara á að gera betur á næsta ári.

Öll suðustykki frá Akureyri Reyðarfirði og Reykjavík voru dæmd sameiginlega  og giltu til verðlauna, en stykkin voru sjónskoðuð á Akureyri og Reyðarfirði og gefnar einkunnir sem heimmenn notuðu til að verðlauna efstu menn.

Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni var Klif ehf í og sköffuðu þeir suðuvír í keppnina  ásamt því að halda lokahóf með verðlaunaafhendingu og veglegum verðlunum.

Önnur fyrirtæki og stofnanir  sem styrktu félagið til að halda  keppnina voru Ferro-zink ehf, Gastec ehf, Héðinn hf, Iðan fræðslusetur, Ísaga hf,  Launafl ehf,  JAK ehf,  Verkmenntaskóli  Akureyrar og VPS ehf.

Úrslit í samanlögðu í Íslandsmótinu í Málmsuðu 2016

Íslandsmeistari  í Málmsuðu 2016 :  Sigurður Guðmundsson VHE
2 sæti Georg Sebastian Popa VHE
3 sæti Guðmundur Loftur Erlingsson VHE

Verðlaun voru afhent af Kristjáni J. Svavarsyni sölustjóra Klif og Dr. Cécile MAYER forstjóra Alþjóðlegu Málmsuðustofnuninnr IIW.

Úrslit í einstökum flokkum voru sem hér segir:
Pinnasuða:

1.       Sæti      Andre Sandö, Útrás ehf

2.       Sæti      Georg Sebastian Popa, VHE

3.       Sæti      Ott Lesek, Stálsmiðjan Framtak ehf

Mag suða svart:

1.       Sæti      Guðmundur Loftur Erlingsson, VHE

2.       Sæti      Jakob Lárusson, Marel

3.       Sæti      Alfredo Estell, Stálsmiðjan Framtak ehf

Logsuða:

1.       Sæti      Hilmr Frímannsson, N1 Píparinn

2.       Sæti      Sigurður Guðmundsson, VHE

3.       Sæti      Guðmundur Loftur Erlingsson, VHE

Tig suða ryðfrítt:

1.       Sæti      Arnar Freyr Gunnarsson, Norðurstál ehf

2.       Sæti      Sigurður Guðmundsson, VHE

3.       Sæti      Georg Sebastian Popa, VHE