Málmsuðukeppni 2018 – Fyrri hluti

Fyrri hlut Íslandsmótsins í Málmsuðu 2018 var haldinn síðastliðinn föstudag í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Góð mæting var í keppnina og voru það tólf efnilegir suðumenn sem tóku þátt að þessu sinni og var Norðurlands meistarinn fundinn með því að sjónskoða öll suðustykki samkvæmt staðli og gefin stig.
 
1. sæti Arnar Gunnarsson – Norðurstál ehf
2. sæti Andre Sandö – Útrás ehf
3. sæti Ögri Harðarsson – VMA
Straumrás hf. hélt veglegt verðlaunahóf og veitti einnig verðlaun fyrir góðan árangur. Einnig veitti Félag Málmiðnaðarmanna á Akureyri sigurvegurum verðlaun.
 
Verkmenntaskólinn á  Akureyri, Straumrás hf og Félag Málmiðnaðarmanna á Akureyri eiga heiður skilinn fyrir stuðning sinn við MSFÍ og málmsuðu á Íslandi.

Úrslit Akureyri:

Samanlagt:

 1. Arnar Gunnarsson Norðurstál ehf
 2. Andre Sandö Útrás ehf
 3. Ögri Harðarsson VMA

Pinnasuða:

 1. Adam Sævar Atlason Slippurinn
 2. Arnar Gunnarsson Norðurstál ehf
 3. Andre Sandö Útrás ehf

Logsuða:

 1. Arnar Gunnarsson Norðurstál ehf
 2. Ögri Harðarsson VMA
 3. Víðir Orri Harðasson Slippurinn

MAG Suða:

 1. Andre Sandö Útrás ehf
 2. Arnar Gunnarsson Norðurstál ehf
 3. Rafnar Berg Agnarsson Vélsm. Grímur ehf.

Tig suða:

 1. Arnar Gunnarsson Norðurstál ehf
 2. Andre Sandö Útrás ehf
 3. Ögri Harðarsson VMA